Úlfur Úlfur á Drangey Music Festival
Hljómsveitin Úlfur Úlfur hefur bæst í hóp tónlistaratriða sem koma fram á Drangey Music Festival á Reykjaströnd í Skagafirði nk. laugardag. Þar verður hljómsveitin í góðum félagsskap með Emiliönu Torrini, Jónasi Sig og ritvélum framtíðarinnar, Contalgen Funeral og Magna Ásgeirssyni.
Að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar og Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar hefur skipulagning tónlistarhátíðarinnar gengið vonum framar og eru um 400 miðar nú þegar seldir. „Það má segja að miðasalan hefur tekið kipp með batnandi veðursspá,“ sagði Áskell Heiðar í samtali við Feyki en spáð er brakandi blíðu um helgina, bjartviðri og hita á bilinu 14 til 22 stig norðan- og vestantil á landinu.
Sem fyrr segir bættist skagfirska rapptvíeykið í Úlfur Úlfur við tónlistaratriðin en það var ekki frágengið fyrr en seint í gærkvöldi. „Ég hafði haft samband við þá í febrúar en þá voru þeir bókaðir þessa helgi. Svo datt það upp fyrir og þeir höfðu samband - við eru hæstánægðir með að fá þá til okkar á Drangey Music Festival.“
Úlfur Úlfur gaf frá sér breiðskífuna Tvær plánetur þann 11. júní síðastliðinn og eru í viðtali í Feyki vikunnar sem kemur út á morgun.
Miðasalan á Drangey Music Festival er í fullum gangi á Miði.is og er takmarkað miðaframboð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.