Tveir Stólar í landsliðshópnum
Íslenska karlalandsliðið í körfunni mætir Ítölum í tveimur leikjum nú næstu daga og hefur Cragi Pedersen landsliðsþjálfari valið 15 leikmenn í hópinn. Þar af eru tveir liðsmenn Tindastóls, Sigtryggur Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Liðin mætast á Ásvöllum í Hafnarfirði á fimmtudag en síðari leikurinn fer fram á Ítalíu. Leikirnir eru liður í undankeppni heimsmeistaramótsins.
Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV2. Heimaleikurinn hefst kl. 20 á fimmtudagskvöldið en sá síðari hefst kl. 19:30 á sunnudag en hann verður í beinni frá Bologna.
Íslenska hópinn skipa eftirtaldir leikmenn (landsleikjafjöldi innan sviga):
Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (58)
Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (68)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86)
Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskalandi (15)
Kári Jónsson · Valur (24)
Kristinn Pálsson · Grindavík (25)
Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spáni (71)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (47)
Pavel Ermolinskij · Valur (74)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (57)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (12)
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Tindastóll (58)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (49)
Þórir G. Þorbjarnarsson · Landstede Hammers Zvolle, Hollandi (16)
Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spáni (66)
Þá má geta þess að þjálfari Tindastóls, Baldur Þór Ragnarsson, er í þjálfarateymi Íslands.
Í frétt á vef RÚV segir að sterkir leikmenn komi á ný inn í hópinn eftir fjarveru vegna meiðsla. Haukur Helgi Pálsson, Pavel Ermolinskíj og Hörður Axel Vilhjálmsson eru allir með að nýju. Það er hins vegar skarð fyrir skildi að Kristófer Acox gaf ekki kost á sér að þessu sinni.
Heimild: RÚV.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.