Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík um helgina, 18. - 19. febrúar. Þrír Skagfirðingar tóku þátt í mótinu, þau Ísak Óli Traustason, Sveinbjörn Óli Svavarsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir. Hömpuðu þau tveimur meistaratitlum, Ísak Óli í 60 m grindahlaupi á 8,50 sek og Þóranna Ósk í hástökki en hún stökk 1,74 m sem er bæði persónulegt met og skagfirskt héraðsmet. Einnig fékk Ísak Óli bronsverðlaun í langstökki, 7,13 m sem er persónulegt met hjá honum.
Nánar má fræðast um úrslit mótsins hér.
Um næstu helgi verður Meistaramót Íslands, 15-22 ára, haldið í Reykjavík. Þar verða þau væntanlega öll á ferðinni aftur; Ísak Óli, Þóranna Ósk og Sveinbjörn Óli, ásamt fleiri Skagfirðingum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.