Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra
Fimmtíu Covid-19 innanlandssmit greindust sl. sólarhring á landinu öllu og eru því 1.022 einstaklingar í einangrun. Á Covid.is eru tveir skráðir í einangrun sem lögheimili eiga á Norðurlandi vestra og sjö í sóttkví en samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn lögreglunnar eru þau fimm sem eru í sóttkvínni á svæðinu.
Sitthvor aðilinn sem er í einangrun er annars vegar á Sauðárkróki og hinn í Húnaþingi vestra þar sem tveir sitja í sóttkví. Í Skagafirði eru þrír í sóttkví, tveir í póstnúmerinu 551 og einn í 561. Alls liggja nú 23 einstaklingar á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu, 4.296 í sóttkví og 1.740 í skimunarsóttkví.
„Enn sem komið er lítur þetta ágætlega vel út hjá okkur. Með því að vinna saman að þessu verkefni höldum við því vonandi þannig áfram!“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.