Tveir gerðir að heiðursbriddsurum
.
Bridgefélag Sauðárkróks heiðraði tvo félagsmenn sína þegar svæðamót Norðurlands vestra í tvímenningi var spilað í húsnæði Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki laugardaginn 12. desember 2009
Gerðir voru að heiðursfélögum þeir Jón Sigurðsson frá Sleitustöðum og Páll Hjálmarsson í tilefni 80 ára afmælis þeirra á árinu 2009. Jón varð áttræður í apríl sl. en Páll nær þessum áfanga síðar í þessum mánuði. Ásgrímur Sigurbjörnsson, formaður bridgefélagsins, færði þeim heiðursskjal og gjafir frá klúbbnum í tilefni þessa áfanga. Í bridgefélaginu er fyrir einn heiðursfélagi, unglambið Gunnar Þórðarsson, sem varð 92 ára í október sl. Þessir þrír heiðursmenn tóku allir þátt í svæðamótinu en þeir mæta á öll spilakvöld klúbbsins og eru engin lömb að leika við þegar kemur að spilaborðinu.
/BS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.