Tóti ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls

Jói Sigmars og Tóti við undirritunina. MYND: TINDASTÓLL.IS
Jói Sigmars og Tóti við undirritunina. MYND: TINDASTÓLL.IS

Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að barna- og unglingaráð knattspyrnudeildarinnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við Þórólf Sveinsson sem yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls.

Þórólfur, eða Tóti eins og hann er kallaður, er með UEFA-B þjálfaramenntun og hefur starfað sem þjálfari yngri flokka frá árinu 1998. Hann hefur starfað hjá Leikni í Reykjavík, Fjölni og frá árinu 2004 hjá Þór á Akureyri. Tóti er einnig eigandi og skólastjóri Knattspyrnuakademíu Norðurlands sem hefur verið starfandi frá árinu 2014.

Aðspurður um starfið segir Tóti: „Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og mikill heiður að fá að koma í 100% starf að uppbyggingu á yngri flokka starfinu. Það eru spennandi tímar framundan hjá Tindastól og stefnum við á að bæta og gera alla umgjörð knattspyrnunnar í yngri flokkum fyrsta flokks og tengja það saman við meistaraflokka félagsins. Það er bjart yfir Skagafirði.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir