Torskilin bæjarnöfn :: Vindhæli á Skagaströnd
Jafnvel þótt nafnið sje vel skiljanlegt í þessari mynd, er það að nokkru breytt og hefir táknað annað upphaflega. Elzta brjefið um nafnið er Auðunarmáldagi l3l8 (DI. II. 470): Vindel-, er það furðanlega rjett, því margt er misritað í Auðunarbók. 75 árum síðar er þannig stafsett í Pjetursmáldögum (DI. III. 55): „Spákonufellskirkja á hrýs fyrir utan götu þá er liggur frá Vindælisgardi í Stapa.“
Næstu aldir er nafnið eins Vindæli: t.d. árin 1461, 1503, 1526 ( DI. V. 354, VII. 602, IX. 385). Það kemur því ekki til neinna mála, að h hafi verið upphaflega í nafninu, þegar það finst hvergi í elztu heimildum. Nafnið getur tæplega hafa verið í fyrstu
annað en Vinddæl- og rithátturinn er því mjög eðlilegur. Vindæli, því dd hlaut að renna saman í d, eins og vanalegt er, þar sem samhljóðum lendir saman síðast og fyrst í atkvæðum (ef þeir breytast eigi). Og í fornbrjefum er ætíð ritað eftir framburði. Einnig hefir breytingin Dæl í dæli orðið afarsnemma, líklega um l l00 (sbr. um Dæli í Víðidal) (sjá M. Jónsson: Torsk. bæjan. I. bls. l4). Því miður eru ekki gögn fyrir hendi er sýna hvenær h kemst inn í nafnið, en af áðurgreindum brjefum sjest að það hefir orðið eftir 1550. Og fyrir 1700 er það orðið Vindhæli (eða Vindhæll, sem finst frá síðustu öldum). Vinddæli er rjettnefni og í samræmi við landslagið umhverfis: Meðfram túninu að norðaustan er djúp kvos eða dæl og melhólar í kring á þrjá vegu. Í lægðinni er tjörn sem þornar upp í miklum sumarþurkum. Þetta er bersýnilega dælin, sem bærinn var kendur við. Vel kunnugir menn hafa sagt mjer að á Vindhæli sje afar veðurnæmt, svo orð sje á gert; einkum sjeu sunnan- og austanbyljir snarpir og nái sjer
vel í kvosinni, svo vatnið skefst upp, sje dælin vatnsmikil, t.d. í leysingum. Kemur þetta í bága við nútíðarnafnið: skjól, hæli fyrir vindum. Nafnið Vinddæl felur í sjer mjög algenga hugmynd, sem kemur fram í fjöldamörgum bæjanöfnum svipuðum: t.d. Vindheimar
Vindland, Vindás, Vindbelgur, Vindgjá, sem er nálega hið sama, o.m.fl. Því verður samt ekki neitað, að Vindhæli er fegurra nafn en Vinddæli, Þótt það sje ekki upprunalegt, og ef nafninu hefir verið breytt af ásettu ráði, sem vel getur verið, er ástæðulítið að taka gamla nafnið upp aftur (Dr. F. J. skýrir ekki nafnið).
Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar
Áður birst í 6. tbl. Feykis 2021
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.