Tónleikaröð hjá Tónlistaskóla Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður
10.12.2008
kl. 12.13
Jólatónleikar Tónlistaskóla Skagafjarðar eru nú í algleymingi. Einir tónleikar voru á Löngumýri í gærkvöld en aðrir verða á sama stað á föstudag klukkan 15:30 og 17:00
Þá verða tónleikar í Höfðaborg á Hofsósi á laugardag klukkan 14 og í Hóladómkirkju sama dag klukkan 16. Síðustu tónleikarnir verða síðan í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki sunnudaginn 14. des klukkan 14 - 16 og 18. Á tónleikunum munu koma fram nemendur tónlistaskólans og því tilvalið fyrir unga sem aldra að skella sér á tónleika og fylgjast með tónlistarmönnum framtíðarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.