Tindastólsmenn bíða eftir nýjum degi

Pétur í brasi gegn vörn Vals. MYND: HJALTI ÁRNA
Pétur í brasi gegn vörn Vals. MYND: HJALTI ÁRNA

Þegar ekið er frá Sauðárkróki til Egilsstaða tekur ferðin, sem er 385 kílómetra löng, ríflega fjóran og hálfan tíma ef við gerum ráð fyrir að meðalhraðinn sé 84 kmh. Ef meðalhraðinn er 96 kmh, sem er nota bene ekki löglegur hraði, tekur ferðalagið fjóra tíma. Þá gerum við ráð fyrir að það sé búið að fylla rútuna af olíu áður en lagt er af stað.

Ef aftur á móti þarf að fylla tankinn hjá leikmönnum má reikna með í það minnsta 20 mínútna stoppi ef áð er á benzínstöð en kannski klukkatíma stoppi ef stoppað er á Greifanum og hlaðborð pantað fyrirfram.

Mannskepnan er eina dýrið sem roðnar. Kanínur geta ekki ælt. Tyggigúmmi eykur athyglina. Trjáfroskur getur haldið í sér í átta mánuði. Hver tékkaði á því?

Í eggjaköku, sem þykir ein sú allra besta, er hráefnið 200 g af kartöflum, 6 egg, 1 dl mjólk, salt og pipar, 100 g beikon og gróft brauð. Við byrjum á að hita ofninn í 200°C, sjóðum svo kartöflurnar, skrælum og skerum í grófa bita. Svo pískum við eggin og mjólkina saman og kryddum með salti og pipar. Steikið beikonið á pönnu og látið fituna leka af á eldhúspappír. Hellið því næst eggjablöndunni á pönnuna og dreifið kartöflunum yfir. Setjið í ofn í 20 mínútur.

Til að rífa upp bragðið búum við til pestó úr 50 g af möndlum, ferskri basiliku og 25 g af parmesan osti. Ristum möndlurnar létt á þurri pönnu, söxum basilikuna og rífum niður ostinn. Blöndum öllu saman í skál og svo toppum við eggjakökuna með beikoní og grófu pestó. Gott er að bera kökuna fram með góðu ristuðu brauði.

Tindastóll tapaði fyrir Val í Síkinu í kvöld. Leikurinn endaði 71-77 sem er kannski ekki eins ömurlegt sé litið til þess að í lið Tindastóls vantaði Shawn Glover. Lið heimamanna var pínu eins og misheppnuð eggjakaka. Það vantaði að mér skilst í það minnsta pestóið og beikonið og það má aldrei gleyma að brjóta eggin áður en þau eru pískuð. Og munum að líkt og nýr dagur, þá gerir tómatsósan allt betra.

Næsti leikur Tindastóls er á Egilsstöðum – þá verður nýr dagur.

- - - - -

Tölfræði á vef KKÍ >

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir