Tindastólsfólk í lokahópum KKÍ

Mynd: Af netinu
Mynd: Af netinu

Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið 16 manna lokahópa í U-16 og U-18 ára landsliðum Íslands fyrir sumarið. Það vill svo skemmtilega til að Tindastóll á þar 5 fimm fulltrúa, tvo í U-16 karla og þrjá í U-18 kvenna. 

Tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir hafa verið valdir í lokahóp U-16 karla en þeir eiga ekki langt að sækja körfuboltahæfileikana því þeir eru einmitt synir Svavars Atla Birgissonar sem lék lengi vel með Tindastóli við góðann orðstýr. 

Tindastólsstelpurnar Karen Lind Helgadóttir, Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir og Marín Lind Ágústsdóttir voru síðan valdar í lokahóp U-18 kvenna. Marín Lind er uppalinn í Tindastól en Karen og Eva Wium komu báðar frá Þór Akureyri, en hafa leikið með Tindastóli undanfarin tímabil. 

Þessir lokahópar munu æfa saman í sumar og eftir 11. júlí nk. verða 12 manna lokahópar valdir fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Kisakallio í Finnlandi í ágúst. U-18 ára liðin leika á mótinu dagana 1.-5. ágúst og U-18 ára liðin 16.-20 ágúst.


/SMH

 


 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir