Tindastóll og Keflavík hefja leik í kvöld
Þriðja sætið var niðurstaðan hjá Tindastólsmönnum í Dominos-deildinni í vetur og sú ágæta frammistaða tryggði Stólunum heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Strákarnir hefja leik í kvöld þegar Keflvíkingar mæta í Síkið og hefst leikurinn kl. 19:15 en þrjá leiki þarf að sigra til að komast áfram í undanúrslitin.
Stuðningsmenn Tindastóls eru hvattir til að fjölmenna og styðja vel við bakið á sínum mönnum. Það er um að gera að mæta tímanlega og muna eftir að hafa jákvæðnina og lúkurnar með í farteskinu. Hamborgararnir verða á sínum stað og Dominos-skotið verður stundað á milli leikhluta.
Athugið að aðgangseyrir helst óbreyttur en árskortin duga ekki lengur. Fyrir þá sem ekki komast í Síkið er rétt að taka fram að snillingarnir á TindastóllTV sýna leikinn í beinni.
Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.