Tilraunalandið í Skagafjörð
Þann 18. júli næstkomandi mun Tilraunalandið koma í heimsókn á Sauðárkrók en Norræna húsið og Háskóli Íslands standa í sameiningu að verkefninu Tilraunalandi sem er vísindasýning fyrir börn og unglinga. Tilraunalandið sýnir vísindin á skemmtilegan hátt, í nýju og fjörugu samhengi, þar sem aðaláherslan er á gagnvirkni og upplifun allra skilningarvita.
Í Tilraunalandinu eru allir jafnvígir, það þarf ekki að "kunna" neitt sérstakt til að taka þátt en hinsvegar er mikilvægt að hafa fróðleiksþorstann, hugrekkið og ímyndunaraflið með í farteskinu. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni og geta allir aldurshópar fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sýningin verður á Flæðunum á n.k. sunnudag frá 13-17
Við hvetjum fólk til að mæta með börnin sín, svala forvitni sinni og kynna sér undraheima vísindanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.