Tilnefningar óskast í ungmennaráð Blönduósbæjar

Frá Blönduósi. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Frá Blönduósi. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.

Á heimasíðu Blönduósbæjar er óskað eftir tilnefningum á tveimur fulltrúum og tveimur til vara, í ungmennaráð Blönduósbæjar, á aldrinum 16 – 25 ára. Tilnefningar með nöfnum skulu berast eigi síðar en 14. október 2020 á netfangið blonduos@blonduos.is .

Í samþykkt um ungmennaráð Blönduósbæjar kemur fram að helsta hlutverk þess sé að gæta hagsmuna ungs fólks í Blönduósbæ á aldrinum 13 til 25 ára gagnvart sveitarstjórn.

„Það hlutverk rækir ráðið með því m.a. að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila innan stjórnkerfis sveitarfélagsins og með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega. Því er ennfremur ætlað að efla tengsl ungmenna sveitarfélagsins og bæjaryfirvalda um þau málefni er að snúa að þeim. Ungmennaráði er heimilt að gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun í málefnum ungs fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir