Þytur í laufi - Villimenn og villtar meyjar :: Frumsamið hugverk Jóhönnu og Margrétar á Hofsósi
Alheimsfrumsýning á Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar fer fram 22. október í Höfðaborg á Hofsósi. Hér er á ferðinni frumsamið hugverk eftir þær Jóhönnu Sveinbjörgu Traustadóttur og Margréti Berglindi Einarsdóttur á Hofsósi.
Að sögn þeirra Jóhönnu og Margréti gerist sagan í stórum skógi í hitabeltinu þar sem úir og grúir af skrautlegum skógarbúum. Lífið er ekki átakalaust í skóginum og ýmis öfl takast þar á, sem konungur skógarins þarf að glíma við.
Verkið er nokkrir leikþættir sem fléttaðir eru saman með þekktum dægurlögum og eru leikararnir ekki af verri endanum; Jón Sævar Sigurðsson, Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir, Sigmundur Jóhannesson, Bjarnveig Rós Bjarnadóttir, Kristján Jónsson og Sæunn Hrönn Jóhannesdóttir. Þau eru flest þaulreynd á sviðinu og sjá þau um að túlka m.a. persónurnar Frið, Valda og Mumma.
„Hér er um að ræða spaugsamt ævintýri fyrir fullorðna. Sýningin er ekki bönnuð börnum en hún er ekki við hæfi barna,“ segja þær stöllur um leikritið.
Tónlistarstjórn er í höndum Einars Þorvaldssonar og Stefáns R. Gíslasonar og hafa þeir fengið til liðs við sig úrvals tónlistarfólk; Kristján Reyni Kristjánsson trommara, Steinar Gunnarsson bassaleikara og söngfuglana Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Ívar Helgason.
Sýningar verða í Höfðaborg á Hofsósi 22. október kl. 19:30 og 20: 30 og í Miðgarði í Varmahlíð 28. október kl. 20:30.
Miðapantanir eru í síma 834-6153 og kostar kr. 4.000 hver.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.