Þyngsti dilkur haustsins hjá KS rúm 35 kg
Sláturtíð lauk í síðustu viku og segir Ólafur Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, vel hafa gengið enda hvert rúm vel skipað góðu starfsfólki.
Heildarslátrun lamba var 83.773 á móti 86.441 árið undan og slátrun á fullorðnu fé 10.367 á móti 9.699 árið áður. Meðalþungi lamba var 16,65kg, tæpu kílói minni en í fyrra sem þá var 17,34 kg, og gerð skrokka 9,42 á móti 9,54 árið á undan. Fita 6,47 á móti 6,82 árið á undan. Ólafur Ágúst segir hæpið að gefa upp hæstu meðalvigt búa þar sem misjafn fjöldi fjár standi að baki slíkum samanburði.
Þyngsti dilkur haustsins kom frá Sel ehf. Hofstaðaseli í Skagafirði 35,2 kg og flokkaðist DE4. Næstþyngsti var frá Brjánslæk DE3+ 35,1 kg og Stefanie frá Ási 2 átti þann þriðja þyngsta 34,5 kg sem fór í DU5.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.