Þrjár systur spiluðu meistaraflokksleik

Systurnar Snæbjört, Eyvör og Hugrún Pálsdætur léku allar með meistaraflokki Tindastóls í knattspyrnu þegar liðið mætti Hömrunum á Akureyri sl. laugardag. Slíkt hlýtur að teljast fátítt, ef ekki einsdæmi. Mynd: KSE
Systurnar Snæbjört, Eyvör og Hugrún Pálsdætur léku allar með meistaraflokki Tindastóls í knattspyrnu þegar liðið mætti Hömrunum á Akureyri sl. laugardag. Slíkt hlýtur að teljast fátítt, ef ekki einsdæmi. Mynd: KSE

Síðastliðinn laugardag lék meistaraflokkur Tindastóls í knattspyrnu kvenna æfingaleik við Hamrana á Akureyri. Svo skemmtilega vildi til að þrjár systur léku með liði Tindastóls, þær Snæbjört, Hugrún og Eyvör Pálsdætur. Eyvör, sem er aðeins 14 ára gömul, lék sinn fyrsta leik með liðinu en systur hennar fengu að spreyta sig þegar þær voru 15 ára.

Leikurinn við Hamrana var mjög jafn framan af en Tindastóll missti tökin undir lokin og lauk honum með 4-0 tapi Tindastóls. Eyvör er mjög hógvær þegar blaðamaður spyr hvernig frumraunin með meistaraflokki hafi gengið en systur hennar segja hana staðið sig frábærlega og varið mjög vel. Hún spilar annars oftast sem framherji en skellir sér í markið þegar á þarf að halda. Eyvör er nú í 9. bekk Árskóla og fótboltinn á hug hennar allan. Í sumar fékk hún ferð á fyrsta leikinn í HM karla í Frakklandi í fermingargjöf og fór þangað ásamt Snæbjörtu. „Það var geðveikt,“ segir hún aðspurð um hvernig ferðin hafi verið. Þegar hún leit við á ritstjórn Feykis var hún nýbúin að bóka far á tvo leiki á HM kvenna í sumar. 

Spjallað er við þær systur í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir