Þrír ungir leikmenn semja við Hvöt

Húni segir frá því að stjórn knattspyrnudeildar Hvatar ritaði á dögunum undir samninga við þrjá efnilega drengi. Þetta eru þeir Hilmar Þór Kárason, Stefán Hafsteinsson og Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson.

 

Hilmar Þór er fæddur árið 1993 og er framherji. Hilmar Þór tók þátt í 10 leikjum með meistaraflokki s.l. sumar en hann var í sameiginlegu liði Hvatar og Tindastóls í 3ja flokki í sumar. Hilmar Þór var valinn í úrtakshópi KSÍ í U17 í sumar.

 

Stefán er fæddur árið 1993 og er varnarmaður. Stefán var einnig í sameiginlegu liði Hvatar og Tindastóls í 3ja flokki í sumar og var einnig í úrtakshópi KSÍ í U17 í sumar.

 

Benjamín Jóhannes er fæddur árið 1992 og er miðjumaður. Benjamín tók þátt í 1 leik með meistaraflokki í fyrra en hann var ásamt Stefáni og Hilmari í sameiginlegu liði í 3ja flokki í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir