Þrír júdókappar úr Pardus á verðlaunapalli
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
04.04.2017
kl. 08.36
Viktor Már Heiðarsson , lengst til vinstri, varð í öðru sæti í 73kg flokki undir 18 ára og í þriðja sæti í undir 21 árs. Mynd: Jsi.is.
Félagar í Júdófélaginu Pardus á Blönduósi gerðu góða ferð á Íslandsmót í Júdó, í yngri aldurflokkum, sem sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík sl. laugardag.
Húni.is segir frá því að Pardus hafi átt þrjá fulltrúa á verðlaunapalli. Viktor Már Heiðarsson varð í öðru sæti í 73kg flokki undir 18 ára, Daníel Logi Heiðarsson varð í öðru sæti í 66kg flokki undir 18 ára og Benedikt Þór Magnússon varð í öðru sæti í undir 15 ára. Þá keppti Viktor Már einnig í undir 21 árs og varð þar í þriðja sæti.
Sjá má úrslit úr mótinu HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.