Þórgunnur og Hjördís Halla Íslandsmeistarar í fimi

Sigurglaðar systur. Mynd: Eiðfaxi.
Sigurglaðar systur. Mynd: Eiðfaxi.

Systurnar Þórgunnur og Hjördís Halla Þórarinsdætur stóðu stig heldur betur vel á Íslandsmóti barna og unglinga um helgina, en hæst ber að nefna að þær sigruðu báðar fimi sínum flokkum, Hjördís í barnaflokk og Þórgunnur í Unglingaflokk.

Í fimikeppni er einn inn á í einu og ríður hann fyrirfram ákveðið prógram þar sem hann sýnir mismunandi gangtegundir, æfingar og gefin er einkunn fyrir bæði gantegundir og hversu vel æfingarnar eru framkvæmdar. 

Þórgunnur sat Hnjúk frá Saurbæ og Hjördís Halla Flipa frá Bergstöðum. Þær systur eru dætur Þórarins Eymundssonar, tamningamanns, og Sigríðar Gunnarsdóttur, prests á Sauðárkróki. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir