Þóranna Ósk sigraði í hástökki og setti héraðsmet
Frjálsíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games 2017 fór fram í Laugardalshöllinni sl. laugardaginn 4. febrúar. Um var að ræða boðsmót, þar sem fremsta frjálsíþróttafólki Íslands var boðið til keppni, auk valinna erlendra keppenda. Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason voru meðal keppanda.
Á heimasíðu Tindastóls segir að Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir hafi staðið sig frábærlega á mótinu en hún sigraði í hástökki kvenna. Stökk hún 1,72m og bætti sinn fyrri árangur um 5 sm og setti nýtt skagfirskt héraðsmet.
Ísak Óli Traustason var einnig valinn til keppninnar og stóð sig vel, hann hljóp 60m á 7,18sek (pm-jöfnun) og stökk 6,71m (pm-ih) í langstökki.
Öll úrslit á mótinu má sjá HÉR!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.