Þjófar handteknir á Króknum

Lögreglan á Sauðárkróki handtók í nótt par vegna gruns um aðild þeirra að innbrotum og þjófnuðum  að undanförnu í bænum. Í fórum þeirra fundust munir sem pössuðu við lýsingu á þeim munum sem stolið hafði verið.

Um er að ræða myndir, tölvubúnað, verkfæri og skófatnað svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt þessu er maðurinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.
Var parið vistað í fangageymslu  í nótt, á meðan rannsókn málsins stóð en eftir skýrslutökur í morgun og dag telst málið upplýst.

Í kjölfar þessa vill lögreglan koma á framfæri að aldrei er of varlega farið og er fólk beðið um að huga að aðgengi inn í hýbýli sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir