Það var kannski ekkert að þessu sumri?

Á nýjum vef Feykis gefst lesendum kostur að taka þátt í netkönnunum – í það minnsta svona annað veifið. Kannanirnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem skemmtiefni á vefnum, enda ekki verulega áreiðanlegar til að komast að lýðræðislegri niðurstöðu. Í fyrstu könnuninni vildum við komast að því hvað lesendum hefði fundist um sumarið sem var að líða.

Svarmöguleikarnir voru kryddaðir örlitlu gríni, enda gáfu þeir flestir tilefni til nokkuð neikvæðra svara.

Eins og sést á myndinni sem fylgir með þá völdu flestir að merkja við svarið -Hvaða sumar? - eða ríflega þriðjungur þátttakenda. Kannski hefur fólk þó verið búið að fá sig fullsatt á tali um ömurlegt sumar því tæp 30% tóku undir svarmöguleikann - Það var ekkert að þessu sumri, annað er bara væll! -

Það er líka staðreynd að það er betra að lifa lífinu jákvæður en neikvæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir