Það er Norðanpaunk á Laugarbakka um helgina

Það er alls konar um allt land þessa verslunarmannahelgina. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Þjóðhátíð er að venju í Eyjum, Innipúki á höfuðborgarsvæðinu, Ein með öllu á Akureyri, tónlistarhátíðin Berjadagar á Ólafsfirði og Síldarævintýri á Sigló. Hér á Norðurlandi vestra er í það minnsta hátíð í Fljótum, Unglingalandsmót á Króknum og á Laugarbakka er jaðartónlistarhátíðin Norðurpaunk.

Norðanpaunk fer fram í félagsmiðstöðinni hjá Langafit. Feykir sendi fyrirspurn á Norðanpaunk og segir Sólrún Sif, einn forsprakka hátíðarinnar, 50 hljómsveitir koma fram en þær eru frá Íslandi, Hollandi, Svíþjóð, Frakklandi, Spáni, Úkraínu, Póllandi, og Ameríku. „Hátíðin er fyrir hvern sem er sem vill hlusta á jaðartónlist, sem er tónlist sem er oftast ekki eins og tónlist sem heyrist í útvarpinu. Við seljum eins marga miða og við getum og hanakambur er ekki skilda.“

Feykir spurði út í þetta með hanakambinn eftir að hafa heyrt umsjónarmenn á Bylgjunni velta fyrir sér hvort það væri skylda að vera með hanakamb til að fá að kaupa miða á hátíðina. <

Norðanpaunk, sem hófst í gær og stendur frá 4.-6. ágúst, hefur sennilega verið haldið átta sinnum að sögn Ægis Sindra Bjarnasonar en hann var í viðtali við Rás1 nú í vikunni. Hann segir víddina og fjölbreytnina vera mest spennandi við hátíðina. Með því að smella HÉR er hægt að hlýða á viðtalið við Ægi sem hefst eftir um 16 og hálfa mínútu.

Norðanpaunk >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir