Tekið við andlegu sorpi á Hvammstanga
Sagt er frá því á hvammstangablogginu að nú hafi bæst við ný þjónusta á gámasvæðinu á Hvammstanga en það er móttaka á andlegu sorpi.
Komið hefur verið upp þessari fínu aðstöðu sem sjá má á meðfylgjandi mynd og sjá starfsmenn HH-gámaþjónustu um flokkun og móttöku á úrganginum.
Það er því um að gera að skella sér á gámastöðina og ausa óhróðrinum úr sálartetrinu. Gjaldtaka fyrir þennan sorpflokk er skv. rúmmáli en kynningartilboð með 50% afslætti er til mánaðarmóta.
Þá fylgir frítt 5 mínútna viðtal með hverju sjónvarpstæki sem skilað er á gámastöð, einnig til mánaðarmóta. Ekki þarf að panta tíma í andlega sorpmóttöku, nægilegt er að leggjast á bekkinn þegar hann er laus á opnunartíma gámastöðvarinnar, og láta dæluna ganga!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.