Tap í Keflavík

Mynd: ÓAB
Mynd: ÓAB

Tindastólsstelpur voru í dauðafæri á að koma sér úr fallsæti í gær þegar að þær sóttu Keflvíkinga heim í Pepsi Max deild kvenna. Tindastóll var með fjögur stig á botni deildarinnar og Keflavík fyrir ofan þær í því  sjöunda með sex stig fyrir leikinn. Leikurinn tapaðist hinsvegar 1:0 og sitja Stólastelpur því áfram á botni deildarinnar. 

Það gerðist ekkert markvert að ráði í fyrri hálfleik en Keflavík var þó betri aðilinn og átti fleiri færi. Amber markvörður Tindastóls var með allt sitt á hreinu eins og vanalega og var örugg í marki Tindastóls. Murielle Tiernan framherji Tindastóls byrjaði á bekknum í leiknum, hún er að glíma við smávægileg meiðsli en hún kom inn á í hálfleik. Heimakonur í Keflavík skoruðu síðan á 49. mínútu í kjölfar hornspyrnu en það varð mikið klafs í teig Tindastóls sem endaði með því að Kristrún Ýr Holm setti boltann í netið. Bæði lið áttu góð færi það sem eftir lifði leiks en fleiri urðu mörkin ekki. Í lok leiks fékk Aldís að lýta sitt seinna gula spjald fyrir að koma allt of seint inn í tæklingu og þar með rautt spjald. 

Stólarnir sitja áfram á botni deildarinnar en það er stutt á milli liða neðst á töflunni þannig að það getur allt gerst og því enn séns fyrir Tindastól að halda sér uppi í deildinni. 

/SMH





 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir