Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta meðaldurinn á Norðurlandi vestra
Byggðastofnun hefur uppfært íbúafjöldamælaborð sitt með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2021. Á vef byggðastofnunar er sagt frá mælaborðinu.
“Mælaborð Byggðastofnunar um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna hefur verið uppfært með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2021. Íbúar á Íslandi eru 368.792 en þar af búa 351.350 (95%) í byggðakjörnum og 17.442 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 236.528 íbúar (64% landsmanna) en 132.264 (36%) utan höfuðborgarsvæðis.”
“Í mælaborðinu eru byggðakjarnar og sveitarfélög sýnd á korti og upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu birtast þegar músarbendill er færður yfir svæði á kortinu. Nýjum flipa „Töfluyfirlit“, þar sem hægt er að sía gögnin eftir helstu breytum, hefur jafnframt verið bætt við mælaborðið.”
Á mælaborðinu kemur fram að íbúar Norðurlands vestra eru 7400 talsins, Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennast með 4084 íbúa, Húnaþing vestra því næst með 1222 íbúa og Blönduósbær síðan með 950 íbúa.
Sveitarfélagið Skagafjörður er jafnframt með lægstan meðalaldur íbúa eða 39,4 ár. Hæsti meðalaldurinn er í Húnvatnshrepp, 41,7 ár.
Íbúafjöldamælaborð Byggðastofnunar má nálgast hér.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.