Sveðjustaðir í Miðfirði (Sveigisstaðir) - Torskilin bæjarnöfn

Árið 2010 var ungt fólk að hefja búskap á Sveðjustöðum, Karólína Gunnarsdóttir og Tryggvi Þór Tryggvason og ræddu við Feyki um framtíðardrauma sína. Með þeim á myndinni eru Tómas Eyþór, Ísak Andri og María Lilja.
Árið 2010 var ungt fólk að hefja búskap á Sveðjustöðum, Karólína Gunnarsdóttir og Tryggvi Þór Tryggvason og ræddu við Feyki um framtíðardrauma sína. Með þeim á myndinni eru Tómas Eyþór, Ísak Andri og María Lilja.

Þetta er vafalaust breytt nafn frá því upprunalega, þótt nú sje það svo algengt að annað þekkist ekki og þannig er það í yngstu jarðabókunum (sjá J., Ný Jb.). Fyrsta vitni er landamerkjabrjef milli Svertingsstaða og Sveðjustaða frá árinu 1478 og frumskjalið er til á skinni (DL VL 137).

Utan á brjefinu stendur með fornri hendi: Sveigis-. Í brjefinu sjálfu er nafnið ritað þannig: Sveiðju, Sveiju og Sveidiu (Dr. Finnur Jónsson telur nafnið með óvissum nöfnum. Safn IV. B. bls. 438). Það er bersýnilegt, að eitthvert óvissuryk hefir verið um nafnið, en áherzluvert er það að á öllum stöðunum kemur fram ei-hljóð í nafninu. Hygg jeg, að það bendi eindregið á, að Sveigisstaðir sje rjetta nafnið. Næst kemur þá Sigurðarregistur tæpum 50 árum síðar (1525 eða þar um bil) með afbökunina Svedis- (DI. IX. 326|. En nafnið Sveigis finst aftur ritað um 1570-80 (Br.bók Guðbr. Þorl. bls. 278) og bendir það eindregið á, að nafnið sje misritað í Sigurðarregistri, því Guðbrandur biskup virðist gera sjer far um að rita nöfnin rjett í Máldögum Hólastóls, og hefir hann hlotið að afla sjer upplýsinga um þektustu framburðarmyndir nafnanna (t.d. ritar hann Bútsstaðir [í Tungusveit] sem er laukrjett).

Um 1700 þekkist Sveigisnafnið, því Árni Magnússon segir: „alm. sveie“ (Jarðabók 1703). En úr því týnist það með öllu. Rjetta nafnið, Sveigis(staðir), er valalítið dregið af viðurnefni, sbr. Án bog-sveigir. Seinni hlutinn, staðir, styður það og eindregið.

Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar

Áður birst í 19. tbl. Feykis 2021

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir