Svangir gæslumenn lentu við miðbæ Sauðárkróks
feykir.is
Skagafjörður
21.05.2010
kl. 20.35
Svangir landhelgisgæslumenn lentu rétt í þessu við miðbæ Sauðárkróks eða nánar tiltekið á bak við Þreksport. Bæjarbúar þustu niður í bæ til að sjá hvar væri í gangi því helst héldu menn að þyrlan væri biluð því áður en hún lenti sveimaði hún góða stund eftir heppilegum lendingarstað.
Gæslumenn stukku síðan glaðbeyttir út úr þyrlunni en þegar þeir voru spurðir ástæðu ferðalagsins var svarið; -Við vorum svangir. Eftir að hafa leyft börnum og fullorðnum að svala forvitni sinni héldu gæslumenn að svala hungrinu áður en vegaeftirlitið heldur áfram. Þess ber að geta að þeir lögðu þyrlu sinni 200 metrum frá veitingastað bæjarins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.