Sundlaugin á Sauðárkróki lokuð vegna viðhalds

 Vegna viðhalds verður sundlaugin á Sauðárkróki lokuð frá og með þriðjudeginum 25 maí nk.  Ráðgert er að hún opni aftur miðvikudaginn 2 júní

 

Nota á tíman til þess að mála pottana og sundlaugarkarið, ásamt því sem verður ráðist í að pússa upp og þrífa gólf í búningsklefum auk margra annara minni verka.

Sundlaugar í Varmahlíð og Hofsósi verða opnar og hvetjum við fólk til að nýta sér þær laugar meðan unnið er að viðgerð á sundlauginni á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir