Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins 2010
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
20.05.2010
kl. 13.45
Miðvikudaginn 26. maí kl. 20.00 verður opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, samsýning listakvennanna Steinunnar Sigurðardóttur, hönnuðar og Hildar Bjarnadóttur, myndlistamanns.
Sýning Hildar ber heitið ENDURGJÖF en Steinunn nefnir sína sýningu DRESS COLLAGE.
Við athöfnina mun söngkonan okkar góða Alexandra Chernyshova, taka lagið. Einnig munu listakonurnar ræða við gesti og þjóðminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir opna sýninguna.
Aðgangur er ókeypis á opnunina og allir hjartanlega velkomnir.
Kaffi og kleinur í boði safnsins.
Heimilisiðnaðarsafnið verður opið alla daga
frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10.00 - 17.00
Sýningin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.