Sú gamla komin í sparikjólinn

Það voru glaðbeittir sundgarpar sem mættu í sund í sundlaugina á Sauðárkróki í morgun en þá var laugin opnuð á ný eftir stutta lokun vegna viðhalds.

Starfsmenn sveitarfélagsins notuðu tímann sem laugin var lokuð vel en á þessum stutta tíma voru heitu pottarnir málaðir, sundlaugarkarið var málað ásamt því sem innandyra voru gluggar og veggir verið teknir í gegn. 

Þá voru línur merktar að nýju í sundlauginnu auk þess sem gólf í búnings og sturtusvæðum voru hreinsuð upp. Ætla má að gamla sundlaugin sé því komin í sitt fínasta púss fyrir sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir