Styrkur til Söguseturs íslenska hestsins aukinn um milljón

Sveitarfélagið Skagafjörður mun ekki veita styrki til manningarmála á árinu 2009. Þess í stað hvetur Sveitarfélagið aðila í menningarlífi til að sækja um styrki til Menningarráðs Norðurlands vestra.http://www.feykir.is/kualubbi/wp-includes/js/tinymce/plugins/wordpress/img/trans.gif

Aðrar styrkbeiðnir voru hins vegar afgreiddar í byggðaráði í vikunni og m.a. veittur 100.000 kr. styrk til kaupa á flygli sem húsnefnd Félagsheimilisins Höfðaborgar á Hofsósi sótti um.

Styrkur til Söguseturs íslenska hestsins var aukinn um eina milljón króna á árinu 2009 vegna nýrra og aukinna verkefna er lýtur að uppsetningu sýningar í húsnæði á Hólum sem byggt var upphaflega sem hesthús, hlaða og geymsla. Að sögn Örnu Bjarnadóttur forstöðumanns setursins var húsið byggt í kreppunni 1931 og nú í kreppunni stendur til að ráðast í endurbætur á húsinu. –Þetta verður lifandi og fræðandi sýning um íslenska hestinn bæði innanhúss sem utan, segir Arna.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir