Styrkjum úthlutað í Húnavatnshreppi

Frá Húnavatnshreppi. MYND: ÓAB
Frá Húnavatnshreppi. MYND: ÓAB

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í gær var styrkjum úthlutað til hinna ýmsu aðila. Í frétt Húnahornsins segir að hæsta styrkinn hafi sóknarnefnd Þingeyraklausturskirkju fengið, allt að 500 þúsund krónur, vegna sumaropnunar kirkjunnar á næsta ári. Þá hlaut Ungmennasamband Austur-Húnvetninga 450 þúsund vegna starfsemi sambandsins árið 2022 og Björgunarfélagið Blanda 400 þúsund vegna endurnýjunar á snjósleðum á þessu ári.

„Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fær 300 þúsund krónur í styrk vegna verkefna félagsins á næsta ári og Hestamannafélagið Neisti fær jafnháa fjárhæð í styrk vegna æskulýðsstarfs árið 2022. Ungmennafélagið Geislar fá 280 þúsund í styrk vegna verkefna félagins á næsta ári og reiðveganefnd Hestamannafélagsins Neista fær 200 þúsund króna fjárstuðning vegna gerð reiðvega.

Körfuboltaskóli Norðurlands og Félag eldri borgara í Húnaþingi fá 100 þúsund krónur hvor aðili vegna starfsemi þeirra á næsta ári. Jólasjóður A-Hún. fær sömu fjárhæð í styrk. Ungmennafélag Bólstaðarhlíðarhrepps færi 120 þúsund krónur í styrk, Stígamót 50 þúsund og AA samtökin á Blönduósi fá 40 þúsund,“ segir í fréttinni.

Fram kemur að einnig var samþykkt að greiða svokallað vildargjald til Farskólans að fjárhæð 79 þúsund.

Heimild: Húni.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir