Stúka byggð við KS völlinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.10.2020
kl. 14.54
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili.
Í bókun sveitarstjórnarinnar kemur fram að jafnframt verði farið í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöll, KS völlinn, sem uppfylli skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild.
Samkvæmt heimildum Feykis hefur Fisk Seafood tilkynnt að fyrirtækið muni koma að því verkefni með myndarlegum hætti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.