Strengjaveisla í Varmahlíð á morgun

Tónlistarskóli Skagafjarðar býður til strengjaveislu íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 17. janúar kl. 14. Þar munu koma fram strengjanemendur af Norðurlandi og verða þar um 70nemendur samankomnir frá Skagafirði, Akureyri og nágrenni og Dalvík
Hljómsveitarstjórar eru Ásdís Arnardóttir og Eydís Úlfarsdóttir en listrænn stjórnandi er Kristín Halla Bergsdóttir. Aðspurð segir Kristín Halla að mikil stemning sé fyrir tónleikinum á morgun enda hafa krakkarnir í samstarfi við foreldra sína verið óþreytandi í fjáröflunum og annarri vinnu til þess að tónleikarnir gætu orðið að veruleika. -Það er mikið líf í kringum strengjasveitina og við lofum frábærum tónleikum. Það er gaman að segja frá því að í Akrahreppi eru fleiri stelpur sem spila á fiðlu en gera það ekki, segir Kristín Halla. -Við erum í miklu og góðu samstarfi við strengjadeildina á Akureyri sem er mikils virði fyrir okkur ekki síst þar sem hér er enginn sellóleikari, bætir hún við.

Feykir.is hvetur alla til þess að skella sér á tónleika og hlýða á tónlistamenn framtíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir