Stórsigur Húnvetninga á Eyfirðingum og toppsætinu náð

George markahrókur. Mynd: Jón Ívar
George markahrókur. Mynd: Jón Ívar

Kormákur/Hvöt tók á móti liði Samherja úr Eyjafirði í gær í sjöundu umferð D-riðils fjórðu deildar karla. Eyfirðingar sáu aldrei til sólar í leiknum og sigruðu Húnvetningar leikinn með sjö mörkum gegn engu. 

Sigurður Bjarni Aadnegard gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í leiknum en George Razvan Chariton bætti um betur og skoraði fjögur mörk! George er því orðinn markahæstur í riðlinum með átta mörk í sex leikjum. 

Með sigrinum komst Kormákur/Hvöt í efsta sæti riðilsins á markatölu með 18 stig en Vængir Júpiters sitja í því öðru með jafnmörg. Þetta var sjötti sigurleikur Húnvetninga í röð og má segja að þér séu sjóðheitir þessa dagana.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir