Stórbruni í fiskeldisstöðinni á Lambanesreykjum í Fljótum
feykir.is
Skagafjörður
20.05.2009
kl. 13.24
Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Lambanesreykjum í Fljótum nú um hádegisbil, en þar logar eldur í fiskeldisstöðinni. Skv. heimildum síðunnar eru engin meiðsli á fólki en töluvert af fiski í kerjum stöðvarinnar.
Nánari fréttir af þessu síðar.
Fleiri fréttir
-
Styrkur til stofnunar þekkingargarða á Norðurlandi vestra
Undirritaður hefur verið viðaukasamningur um styrk til stofnunar þekkingargarða á Norðurlandi vestra. Í frétt á heimasíðu Skagafjarðar segir að verkefnið miði að því að koma á fót þekkingargörðum með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, þar sem atvinnulíf, Háskólasamstæða Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og sveitarfélög vinna saman að eflingu sjálfbærrar matvælaframleiðslu sem byggir á styrkleikum svæðisins.Meira -
Deildarmeistarar, já deildarmeistarar!
Til hamingju Tindastólsfólk nær og fjær! Strákarnir gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu Íslands- og bikarmeistara Vals í næsta öruggum sigri í Síkinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Tindastóls verður deildarmeistari í körfuknattleik í sögu félagsins og sannarlega frábær áfangi. Lokatölur voru 88-74 og nú bíður úrslitakeppnin handan við hornið en þar mæta Stólarnir liði Keflvíkinga – rétt eins og Stólastúlkur.Meira -
Byggðaþróun í Húnabyggð | Torfi Jóhannesson skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 27.03.2025 kl. 15.50 gunnhildur@feykir.isÞruma úr heiðskýru var það kannski ekki, en vissulega reiðarslag. Við lokun sláturhússins á Blönduósi missa 20-30 manns vinnuna og héraðið missir einn af sínum stærstu vinnustöðum. Það er langt síðan ég hef búið í sveitinni en stóran hluta þess tíma hef ég unnið við verkefni tengd landbúnaði og byggðaþróun. Síðasta áratuginn á vettvangi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Og það sem við sjáum gerast á Blönduósi er sagan endalausa. Stundum er það náma sem lokar, stundum herstöð, stundum stórt fyrirtæki, stundum ferðamannasvæði sem fer úr tísku og stundum bara hægfara þróun drifin af lágri fæðingartíðni og löngun unga fólksins að sækja menntun og vinnu í stærri þéttbýlisstaði.Meira -
Ærsladraugar eru algjörlega óútreiknanlegir
Það er allt á útopnu í leikhúslífi Norðurlands vestra þennan veturinn. Flestir, ef ekki allir, skólar setja upp metnaðarfull verk og leikfélögin gefa ekkert eftir. Nú á laugardag stíga leikarar Leikfélags Hofsóss á svið í Höfðaborg á Hofsósi og frumsýna Ærsladraug Noels Coward í leikstjórn Barkar Gunnarssonar. Feykir sendi formanni LH, Fríðu Eyjólfsdóttur, nokkrar spurningar af þessu tilefni.Meira -
Það má reikna með dramatík í kvöld
Síðasti deildarleikurinn í Bónus deild karla er í kvöld og úrslitakeppnin handan við hornið! Tindstoll tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals klukkan 19:15. Hamborgarar og drykkir og okkar eini sinni Helgi Sæmundur í tjaldinu frá kl 18:00. Í þessari frétt fer Feykir yfir stöðuna á toppnum og hvaða möguleikar eru þar fyrir hendi og loks minnir lögreglan fólk á að betra sé að skilja bílinn eftir heima en að leggja ólöglega við Síkið.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.