Stólastelpur mörðu sigur á Hömrunum

Barningur í vítateignum/Mynd: BG
Barningur í vítateignum/Mynd: BG

Tindastóll kom sér upp í annað sætið í C riðli 1. deildar kvenna með heimasigri á Hömrunum frá Akureyri í gærkvöldi, 2-1. Mætingin á leikinn var ágæt, um það bil 60 manns horfði á leikinn í blíðskaparveðri.


Leikurinn var nokkuð jafn þó Tindastólsstelpur hafi verið betri í heildina. Þær komust í þó nokkur dauðafæri en voru ekki að nýta þau sem skildi. Það var markamaskínan Jesse Shugg sem kom Tindastóli yfir á 35 eftir fallega sendingu frá Kolbrúnu Ósk Hjaltadóttur sem dróg markmann Hamranna út úr markinu og út á hægri kantinn og gaf því Jesse færi á að smella boltanum í autt markið. Lítið gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og var staðan því 1-0 er dómarinn flautaði til hálfleiks. Nokkur harka hljóp í leikinn í seinni hálfleik, talsvert um pústra og pirring eins og gengur og gerist í jöfnum leikjum. Á 60 mínútu skoraði Andrea Dögg Kjartansdóttir, stórglæsilegt mark fyrir Hamrana en skotið virtist koma eins og þruma úr heiðskýru lofti en hún kom markmanni Tindastóls á óvart með vel staðsettu bananaskoti fyrir utan vítateig. Staðan 1-1. Næstu 17 mínúturnar voru taugatrekkjandi fyrir þjálfara liðanna en bæði lið komust í dauðafæri sem þau ekki nýttu. Fyrr en Kasey Wyer þrumaði boltanum í mark Hamranna á 77 mínútu leiksins, eftir stoðsendingu frá Jesse Shugg. Ekkert markvert gerðist meira í leiknum og var því lokastaðan 2-1, Tindastóli í vil.

Tindastóll er nú kominn í frábæra stöðu í C riðlinum með 12 stig í öðru sæti og með tvo leiki til góða. Einherji er enn í fyrsta sæti með 13 stig en má heldur betur fara að undirbúa fall niður í annað sætið ef Tindastólsstelpurnar halda uppteknum hætti áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir