Stólarnir á Ólafsfirði í kvöld
Tindastólsmenn smella á sig takkaskónum í kvöld þegar þeir mæta sameiginlegu liði Siglfirðinga og Ólafsfirðinga kl. 19 en leikið verður á Ólafsfirði. Um er að ræða leik í 2. umferð VISA bikarkeppninnar en Stólarnir gerðu sér lítið fyrir í 1. umferð og lögðu lið Magna frá Grenivik 4-1 í Boganum. Ekki er ólíklegt að róðurinn verði heldur þyngri í kvöld gegn 2. deildar liði KS/Leifturs.
Fyrsti leikur Tindastóls í C-riðli 3. deildar verður á Króknum á laugardaginn en þá mæta sprækir Grundfirðingar til leiks og hefst fjörið kl. 14.
Knattspyrnudeildin hefur nú gefið út blað þar sem starfsemi deildarinnar í sumar er kynnt og sömuleiðis leikmenn félagsins. Ekki er annað að sjá en lið meistaraflokks karla hafi styrkst frekar en hitt frá í fyrra, sem og sameiginlegt kvennalið Tindastóls og Neista sem ætti að vera reynslunni ríkara, og því vonandi að gaman verði að fylgjast með boltanum í sumar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.