Stefnt að opnun gönguskíðabrautar í vikunni

Svona var útlitið á skíðasvæðinu í Tindastóli í gær. MYND AF FB SKÍÐASVÆÐISINS
Svona var útlitið á skíðasvæðinu í Tindastóli í gær. MYND AF FB SKÍÐASVÆÐISINS

Það hefur snjóað talsvert í Stólinn síðustu vikuna og góðar líkur á að gönguskíðabraut verði opnuð á næstu dögum á skíðasvæði Tindastóls. Á Fésbókarsíðu skíðasvæðisins kemur fram að búið sé að staðfesta, í Covid-fárinu, að gönguskíðabrautir séu nú leyfðar og því ekki seinna vænna fyrir skíðafólk að dusta rykið af skíðunum og fara að smyrja.

Stefnt er að því að opna gönguskíðabraut síðar í vikunni en minnt er á að mikilvægt er að virða tveggja metra regluna og að engin aðstaða verður opin á svæðinu til að byrja með. Vonandi styttist þó í að grænt ljós fáist á almenna skíðaiðkun en í Stólnum hafa starfsmenn skíðasvæðisins þegar hafist handa við að ýta frá snjógirðingum og útlit fyrir nægan snjó.

Skíðadeild Tindastóls minnir á að forsala á vetrarkortum er hafin svo það er um að gera að nýta sér 20% afslátt af kortunum. Frekari upplýsingar á Facebook eða á skidi@tindastoll.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir