Stefán Velemir valinn Íþróttamaður USAH

Stefán Velemir. Mynd: mbl.is
Stefán Velemir. Mynd: mbl.is
Húni.is segir frá því að hundraðasta ársþing USAH var haldið um helgina á Húnavöllum. Var þingið vel sótt en auk þingfulltrúa voru mættir gestir frá UMFÍ og ÍSÍ auk annarra gesta. Gekk þingið vel fyrir sig að vanda.

Á þinginu var tilkynnt um val sambandsins á Íþróttamanni ársins 2016 og varð Stefán Velemir, Umf. Fram á Skagaströnd, fyrir valinu. Stefán er kúluvarpari sem m.a. þríbætti Íslandsmet U23 í kúluvarpi innanhúss á árinu og komst í 5. sæti Íslendinga í kúluvarpi innanhúss. Þá er Stefán farinn að nálgast topp 100 á heimslista í karlaflokki í kúluvarpi innhúss. 
Þá voru einnig afhent Hvatningarverðlaun USAH en þau hlaut knattspyrnudeild Hvatar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir