Soroptimistasambands Íslands roðagyllir heiminn
Guðrún Lára Magnúsdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands, mun afhenda Kvennaráðgjöfinni, sem er ókeypis lögfræði-og félagsráðgjöf fyrir konur, og Sigurhæðum á Selfossi, sem er ný þjónusta á Suðurlandi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er, fjárstyrki á lokadegi 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur í dag, 10. desember, á Alþjóða mannréttindadeginum sem jafnframt er dagur Soroptimista í heiminum. Styrkirnir eru afrakstur söfnunar allra klúbba landsins.
Guðrún Lára Magnúsdóttir,
forseti Soroptimista-
sambands Íslands
Fjölmörg úrræði eru í boði fyrir þolendur ofbeldis hér á landi. Auk Sigurhæða og Kvennaráðgjafarinnar er hægt að leita til Stígamóta og Bjarkarhlíðar í Reykjavík og Bjarmahlíðar á Akureyri. Einnig er opið allan sólarhringinn hjá 112 neyðarlínunni.
Á Íslandi eru starfandi 19 Soroptimistaklúbbar sem allir hafa unnið að því að stöðva kynbundið ofbeldi, bæði með því að efla fræðslu um málefnið meðal Soroptimista, birta greinar í blöðum, hvetja sveitarfélög, kirkjur og stofnanir til að roðagylla byggingar, selja appelsínugul blóm, halda fyrirlestra og taka þátt í umræðu á alþjóðavísu. #rodagyllumheiminn - #orangetheworld
Í ár var sérstök áhersla lögð á að vinna gegn ofbeldi á netinu og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, Sorpoptimista og sagði m.a. frá nýjum lögum um kynferðislega friðhelgi sem tryggir að það sé blátt bann við því að dreifa kynferðislegu efni, falsa eða útbúa án samþykkis. Með þessari löggjöf er verið að tryggja að löggjöfin sé í takti við tímann og hægt að taka skýrt á því þegar brotið er á fólki með þessum hætti.
/Fréttatilkynning
Hér fyrir neðan má sjá ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.