Söguferð um Húnaþing
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
04.08.2020
kl. 12.01
Ferðafélag Skagfirðinga hyggur á söguferð í Húnaþing laugardaginn 8. ágúst nk. þar sem Magnús Ólafsson sagnameistari á Sveinsstöðum fer með göngufólk á söguslóðir. Samkvæmt tilkynningu frá Ferðafélaginu verður byrjað á Þrístöpum þar sem miklir atburðir áttu sér stað.
„Hvað gerðist þar 12. janúar 1830? Síðan verður Borgarvirki skoðað, Vatnsendi og Hvítserkur. Þá verður ekið fyrir Vatnsnes og komið við á Tjörn, Katadal og Illugastöðum. Fleira verður skoðað ef tími gefst til. Þátttökugjald er kr.3.000 fyrir félagsmenn, annars kr.5.000 Farið á einkabílum frá Faxatorgi kl.12.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.