Smábæjarleikarnir á Blönduósi haldnir í blíðskaparveðri

Hart barist um boltann.
Ljósmyndin er fengin af Facebooksíðu mótsins en þar er hægt að finna fleiri ljósmyndir
Hart barist um boltann. Ljósmyndin er fengin af Facebooksíðu mótsins en þar er hægt að finna fleiri ljósmyndir

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka voru haldnir á Blönduósi um helgina og var gerður góður rómur að. Þar öttu saman kappi hressir knattspyrnukrakkar í  4.,5.,6.,7. og 8. flokki en alls voru það 49 lið frá hinum ýmsu smábæjum landsins sem kepptu.

Veðrið lék aldeilis við þátttakendur og var líf og fjör í bænum alla helgina. Hlé var gert á leikjaplaninu á laugardeginum af óviðráðanlegum ástæðum, Ísland átti leik við Ungverjaland á EM. Um 300 manns horfðu á strákana okkar á risaskjá í Félagsheimilinu. Mótið hélt svo áfram að leik loknum.
Úrslit mótsins má nálgast hér. Ljósmyndir má finna á Facebooksíðu mótsins.

Fjörið á kvöldvökunni í gærkvöldi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir