Slæmt ástand vega í Húnavatnshreppi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.05.2009
kl. 11.48
Sveitastjórn Húnavatnshrepps hefur samþykkt að rita bréf til samgönguráðherra og vegagerðarinnar vegna ófremdarástands vega í sveitarfélaginu.
Mun sveitastjórnin í framhaldinu óska eftir fundi með fulltrúum vegagerðarinnar.
Samgönguráðherra hefur áður verið sent bréf um ástand vega í Húnavatnshreppi og sendi Feykir í framhaldi af því fyrirspurninr á Samgönguráðherra, Kristján Möller, um málið. Þeirri fyrirspurn var ekki svarað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.