SKVH mót 30.apríl í Hvammstangahöllinni
SKVH mót verður haldið fimmtudaginn 30. apríl í Hvammstangahöllinni og hefst kl:18:00 Keppt verður í TÖLTI: Barnaflokkur, Unglingaflokkur, Ungmennaflokkur, 2.flokkur (áhugamenn) meira keppnisvanir og 2.flokkur (áhugamenn) minna keppnisvanir. 1.flokkur (Opin flokkur) Þríþraut.
Skráning þarf að hafa borist fyrir þriðjudagskvöldið 28. apríl netfang: oaust@simnet.is og sigrun@skvh.is einnig er hægt að skrá í síma 895-1147 og 660-5826 fram þarf að koma, nafn hests, aldur og knapi og upp á hvora hönd fólk vill ríða. Dæmt verður eftir forsemdum SKVH, það verða ekki réttindadómarar. Skráningargjald 1.000.- og aðgangseyrir 500.-
ATH. DREGIÐ VERÐUR Í HAPPDRÆTTI HVAMMSTANGAHALLARINNAR Á MILLI ÚRSLITA.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.