Skráning í Sumar T.Í.M. á Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum að hefjast
Skráning í tómstundir, íþróttir og menningu barna hefst á morgun, fimmtudag, í gegnum Íbúagátt sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is eða á slóðinni http//tim.skagafjordur.is og stendur í eina viku.
Á Sauðárkróki er boðið uppá 8 vikur af skipulögðu íþrótta-og tómstundastarfi frá 7.júní - 29.júlí. Innan þessara 8 vikna eru 11 skemmtilegar íþróttagreinar og 26 spennandi námskeið fyrir börn fædd á árunum 1998-2003.
Börn fædd árið 2004 fá tækifæri til að taka þátt í fjörinu í 3 vikur á meðan leikskólarnir eru lokaðir (frá 12.júlí-29.júlí).
Þær íþróttir sem í boði verða eru: fótbolti, karfa, frjálsar og sund í samvinnu við Tindastól auk handbolta, badminton/tennis, fimleika, reiðnámskeiðs, siglinganámskeiðs og golf.
Til þess að nefna nokkur af þeim 26 námskeiðum sem í boði verða eru hjólreiðar, veiði, ævintýri í sveitinni, leiklist, myndlist, kofabyggð, ævintýri og útivist, matreiðsla, málun án pensla, dans, þæfing, fata- og búningagerð, ljósmyndun og mörg fleiri.
„Fyrstur skráir, fyrstur fær”
Við minnum foreldra á að engir miðar verða sendir heim með börnunum í sumar því allar upplýsingar verða á blogginu: www.sumartim.bloggar.is.
Þar sem reikna þarf út Hvatapeninga handvirkt að þessu sinni, verður ekki hægt að sjá í skráningunni á netinu hvort þeir koma inn. Greiðsluseðlar sem berast heim í sumar verða með réttum útreikningum og upphæðum.
Reglurnar eru þessar :
Hvatapeningar eru kr.10.000.- fyrir hvert barn á ári að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Barn verður að taka þátt í að minnsta kosti tveimur íþróttagreinum og einni tómstund í að lágmarki 4 vikur yfir sumarið. Foreldrar systkina fá eina hvatapeningagreiðslu ef kostnaður fyrir öll börnin nemur að lágmarki 30.000 kr. yfir sumarið.
Vika í Reiðnámskeiði eða Siglinganámskeiði jafngildir 2 vikum í öðrum íþróttum gagnvart hvatapeningum.
Athugið að fótboltinn hefst 31.maí og standa sumaræfingarnar þeirra til 26.ágúst.
Á Hólum er boðið upp á íþrótta- og leikjanámskeið frá kl. 8.30-14.00 í 4 vikur frá 7.júní – 2.júlí fyrir börn fædd 1998-2004. Vikan kostar kr. 6000.- og er boðið uppá fótbolta, frjálsar auk námskeiða. Hvatapeningar, 10.000.- dragast frá greiðslu þeirra sem velja allar 4 vikurnar og hafa ekki hlotið hvatapeninga fyrr á árinu 2010.
Á Hofsósi er boðið upp á 5 vikna íþrótta- og leikjanámskeið frá klukkan 9.30-12.30. Verðið fyrir 5 vikna námskeið er kr. 25.000 og dragast Hvatapeningar, kr.10.000.- frá geiðslu þeirra sem taka þátt í því öllu og ekki hafa hlotið hvatapeninga áður á árinu 2010.
Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu eru velkomnir í Hús frítímans og fá aðstoð við skráningu þar.
Ef einhverjar spurningar vakna bendum við á tölvupóstfangið tim@skagafjordur.is auk aðstoðar í Húsi frítímans.
Gleðilegt Sumar T.Í.M.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.