Skógardagur á Hólum

Mynd: Hólar.is

Fólk er boðið velkomið í Hólaskóg þann 14. desember kl. 12-15 til þess að velja sér jólatré og höggva. Á skógardeginum verður gestum leiðbeint um valið og þeir aðstoðaðir.
Er fólki á heimasíðu Hóla bent á að koma með sög meðferðis og einnig að gjald sé tekið fyrir trén sem renni í viðhald skóganna. Það er Hóladeild Skógræktarfélags Skagfirðinga sem stendur að  skógardeginum.
Bent skal á að í Hóladómkirkju verður aðventustund sama dag kl. 14 með þátttöku barna og eru allir velkomnir þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir