Skóflustunga tekin að hátækni matvælavinnslu á Blönduósi

Jóhannes við skóflustunguna í morgun. MYND: BJARNI JÓNSSON
Jóhannes við skóflustunguna í morgun. MYND: BJARNI JÓNSSON

Í morgun var tekin fyrsta skóflustunga að nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi en það eru Vilko, Náttúrusmiðjan og Foodsmart sem hyggjast byggja þar hátækni matvælavinnslu í samstarfi við Ámundakinn.

Það var Jóhannes Torfason fyrir hönd Ámundakinnar, sem stendur að baki framkvæmdunum, sem tók fyrstu skóflustungu en einnig voru viðstaddir þeir aðilar sem hafa komið að hönnun og undirbúningi.

Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti á Blönduósi og talsvert hefur verið framkvæmt í bænum síðustu misserin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir