Skipt um ljósastaura

Valdi, Tóti og Gvendur tengja rafmagnið í nýja staurnum

Nú er verið að skipta um ljóssastaura á Hólaveginum á Króknum en þeir gömlu voru orðnir lúnir og beinlínis hættulegir og að sögn viðgerðamanna Rarik sem sinna skiptunum var merkilegt að enginn skyldi falla í vestanáttinni sem ráðið hefur ríkjum undanfarið.

 

 

 

Staurinn braut afturglugga og dældaði bílinn

Í vetur féll einn staurinn í vestanroki og lenti á nærstöddum bíl sem skemmdist nokkuð við fall staursins.

 

 

 

 

Gömlu staurarnir sem hafa staðið vaktina í hálfa öld voru ekki galvaniseraðir og illa farnir þessvegna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir